Áminning: hádegisfundur í dag: Hlutverk Fiskistofu og áskoranir viđ flutning höfuđstöđva

Áminning: hádegisfundur í dag: Hlutverk Fiskistofu og áskoranir viđ flutning höfuđstöđva Eyţór Björnsson, fiskistofustjóri, heldur erindi á hádegisfundi

Áminning: hádegisfundur í dag: Hlutverk Fiskistofu og áskoranir viđ flutning höfuđstöđva

Eyţór Björnsson
Eyţór Björnsson


Hádegisfundur Samtaka Atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 9. október nk. kl. 12-13  á efri hæð Greifans (gengið inn á vesturhlið hússins). Húsið opnar 11:45 og fundur hefst stundvíslega kl. 12:00.       

Fiskistofa er stjórnsýslustofnun sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi fiskveiðistjórnun á Íslandi sem felst m.a. í því að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu á auðlindum hafsins. Segja má að hlutverkið sé þríþætt, þ.e. stjórnsýsla, þjónusta og eftirlit.
Í sumar tilkynnti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þá fyrirætlan sína að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar og hefur það vakið sterk viðbrögð innan Fiskistofu og utan.

Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun ræða um hlutverk Fiskistofu og helstu verkefni og þær áskoranir sem felast í því að flytja höfuðstöðvarnar.
Einnig mun hann koma inn á þá umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum um málið, sem stundum virðist vera slitin úr samhengi eða varpar ekki réttu ljósi á viðfangsefnið.

Að loknu erindi Eyþórs verður opnað fyrir umræður.        

Við hvetjum félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund um mikilvægt málefni. Nýir félagar einnig velkomnir.          

Súpa og salat kr. 1500 (kaffi innifalið)


Svćđi