Áminning, hádegisfundur í dag: Hvađ gera rannsóknarskipin Neptune og Poseidon?

Áminning, hádegisfundur í dag: Hvađ gera rannsóknarskipin Neptune og Poseidon? Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verđur haldinn fimmtudaginn

Áminning, hádegisfundur í dag: Hvađ gera rannsóknarskipin Neptune og Poseidon?

Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 3.apríl nk. kl. 12:00-13:00 á efri hæð Greifans í Glerárgötu (gengið inn að vesturhlið hússins).
Húsið opnar 11:45 og fundur hefst stundvíslega kl. 12:00.

Ágúst H. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Neptune ehf, kynnir fyrirtækið og starfsemi þess. Neptune ehf er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur sérhæft sig í þjónustu við olíuiðnaðinn. Fyrirtækið gerir út tvö sérhæfð skip til rannsókna á sjávarbotni og til annars konar sérhæfðrar þjónustu við olíuiðnaðinn. Þjónusta við olíuiðnaðinn hefur verið ein öflugasta atvinnugreinin í Noregi um árabil og fróðlegt verður að heyra hvernig Íslenskt fyrirtæki mátar sig inn í þennan iðnað og hvort þarna liggi aukin tækifæri í framtíðinni.

Að loknu erindi Ágústar verður opnað fyrir umræður.

Við hvetjum félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund og kynna sér starfsemi fyrirtækisins.

Stjórnin


Súpa og salat kr. 1.500,- (kaffi innifalið)


Svćđi