Áminning, hádegisfundur í dag: Möguleikar til eflingar náms viđ HA: Litiđ frá svartnćttinu!

Áminning, hádegisfundur í dag: Möguleikar til eflingar náms viđ HA: Litiđ frá svartnćttinu! Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verđur

Áminning, hádegisfundur í dag: Möguleikar til eflingar náms viđ HA: Litiđ frá svartnćttinu!

Eyjólfur Guđmundsson
Eyjólfur Guđmundsson

Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn þriðjudaginn 9. september nk. kl. 12:00-13:00 á efri hæð Greifans í Glerárgötu (gengið inn að vesturhlið hússins).

Dr. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri mun fjalla um möguleika til eflingar náms við Háskólann á Akureyri.

Háskólinn á Akureyri hefur verið ein af meginstoðum atvinnulífs á Akureyri og því skiptir þróun skólans sérstaklega miklu máli fyrir Akureyri og mið-norðurland allt. Skólinn þjónustar líka atvinnulífið beint með því að mennta fólk til starfa í margvíslegum greinum og hefur í gegnum fjarkennslunet sitt stuðlað að aukinni háskólamenntun um allt land. Þrengingar síðustu ára hafa hinsvegar sett mark sitt á námsframboð við skólann og því miður hefur bágt ástand í fjármálum ríkisins verið skólanum þungt í skauti þrátt fyrir að rekstur skólans sem slíks hafi gengið vel. Rými til nýsköpunar hefur hinsvegar verið mjög lítið og í raun verið svartnætti eitt þegar kemur að því að ná fram nýjungum í námsframboði. Hrunið er hinsvegar afstaðið og þó svo að við þurfum enn að eiga við afleiðingar þess hruns þá er það ekki lengur afsökun til þess að sækja ekki fram. En til þess þarf nýja hugsun.

Í erindi sínu mun rektor fara yfir stöðu skólans, rekstrarumhverfi opinberra skóla og hvernig hann telur að unnt sé að líta upp úr þessu svartnætti hrunsins og horfa bjartari augum til framtíðar – en til þess þarf stuðning samfélagsins alls.

 Að loknu erindi verða umræður.

 Við hvetjum alla félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund. Nýir félagar hjartanlega velkomnir.

 Stjórnin

 Súpa og salat kr. 1.500,- (kaffi innifalið)

 ______________________________________________________________________________________________________________________________

Eyjólfur tók við starfi rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. Starfaði áður hjá CCP í sjö ár sem aðalhagfræðingur fyrirtækisins. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og lauk BS-gráðu í hagfræði frá Há­skóla Íslands árið 1992. Eyjólfur lauk doktors­prófi í sömu fræðigrein frá Rhode Island University í Bandaríkjunum árið 2002. Á þeim tíma starfaði Eyjólfur við Háskólann á Akureyri þar sem hann starfaði í sjö ár, síðustu árin sem deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar skólans, áður en hann var ráðinn til CCP.


Svćđi