Áminning: hádegisfundur í dag: Samvinna háskólakennara, atvinnulífs og nemenda – Ávinningur allra!

Áminning: hádegisfundur í dag: Samvinna háskólakennara, atvinnulífs og nemenda – Ávinningur allra! Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verđur

Áminning: hádegisfundur í dag: Samvinna háskólakennara, atvinnulífs og nemenda – Ávinningur allra!

Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 9. apríl nk. kl. 12:00-13:00 á efri hæð Greifans í Glerárgötu (gengið inn að vesturhlið hússins). Húsið opnar kl. 11:45 og fundur byrjar stundvíslega kl. 12:00.

Að þessu sinni fjalla þær Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, lektor og Vera Kristín Vestmann, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri um þátttöku og ávinning af Nobanet (Nordic-Baltic Network for Internationalization of SME´s), sem er samstarfsverkefni meðal háskóla á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
Meginmarkmið Nobanet samstarfsins er að búa til og miðla þekkingu um árangursríka alþjóðavæðingu meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja, innan svæðisins. Þá er einnig mikilvægt markmið að tengja saman nemendur, fræðimenn og lítil og meðalstór fyrirtæki. Nemendum gefst kostur á að vinna raunveruleg verkefni, í góðu samstarfi við fyrirtæki, þvert á landamæri, og er markmiðið að nemendur aðstoði við upplýsingaöflun og mögulega alþjóðavæðingu.

Hafdís Björg Hjálmarsdóttir og Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir eru aðilar að Nobanet samstarfsnetinu. Í maí síðastliðnum héldu þær til Tallin á vinnufund ásamt tengiliðum allra samstarfsskóla. Markmið fundarins var meðal annars að kynna íslensk verkefni (e. cross-border assignments) sem verða leyst af erlendum nemendum. Á móti tóku þær við verkefnum frá erlendum aðilum sem nemendur við HA vinna við, í námskeiðunum Þjónustumarkaðsfræði, Gæðastjórnun og Markaðsáætlanagerð.

Við hvetjum alla félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund.

Stjórnin

Súpa og salat kr. 1.500,- (kaffi innifalið)


Svćđi