Áminning; hádegisfundur í dag: Verslun á Glerártorgi og á Akureyri – Er verslun ađ hverfa úr bćnum?

Áminning; hádegisfundur í dag: Verslun á Glerártorgi og á Akureyri – Er verslun ađ hverfa úr bćnum? Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verđur

Áminning; hádegisfundur í dag: Verslun á Glerártorgi og á Akureyri – Er verslun ađ hverfa úr bćnum?

Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 13. mars nk. kl. 12:00-13:30 á efri hæð Greifans í Glerárgötu (gengið inn að vesturhlið hússins).

Húsið opnar 11:45 og fundur hefst stundvíslega kl. 12:00.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar Fasteignafélags, mun fjalla um nýleg kaup Eikar á Glerártorgi, horfur í rekstri verslunarmiðstöðvarinnar og greiningu þeirra á verslun á svæðinu.  Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu í tengslum við brotthvarf verslana af Glerártorgi og ástæður þess. Ýmsar kenningar eru á lofti og sitt sýnist hverjum.  Hér býðst kjörið tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða stöðuna, velta fyrir sér staðreyndum og horfa fram á veginn.

Að loknu erindi Garðars verður opnað fyrir umræður.

 Við hvetjum alla félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund. Nýir félagar hjartanlega velkomnir.

Stjórnin

Súpa og salat kr. 1.500,- (kaffi innifalið)


Svćđi