Áminning: hádegisfundur í dag: Virkjun á Ţeistareykjum ađ fara á fullt?

Áminning: hádegisfundur í dag: Virkjun á Ţeistareykjum ađ fara á fullt? Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verđur haldinn fimmtudaginn 20.

Áminning: hádegisfundur í dag: Virkjun á Ţeistareykjum ađ fara á fullt?

Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 20. nóvember nk. kl. 12:00-13:00 á efri hæð Greifans í Glerárgötu (gengið inn að vesturhlið hússins).

Valur Knútsson verkefnastjóri Landsvirkjunar ræðir um fyrirhugaðar framkvæmdir á Þeistareykjum.
Opnuð hafa verið tilboð í tvær vélasamstæður og búið er að auglýsa eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss. Til stendur að auglýsa eftir tilboðum í gufuveitu um næstu helgi.

Umfang útboðanna er sniðið að getu norðlenskra verktaka. Eru norðlenskir verktakar tilbúnir?

Að loknu erindi verða umræður.

Við hvetjum alla félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund. Nýir félagar hjartanlega velkomnir.

Stjórnin

Súpa og salat kr. 1.500,- (kaffi innifalið)


Svćđi