Nýjar fréttir

Aukin raforka í Eyjafirði. Tækifæri eða tálsýn? Aðalfundur, framtíð og tilgangur SATA og hlutverk og starfssemi SSNE Ályktun stjórnar SATA -

Fréttir

Aukin raforka í Eyjafirði. Tækifæri eða tálsýn?


ATH - Breyting - Fundurinn verður ekki í sal eins og áður var auglýst, heldur mun hann fara fram í netheimum - sem þýðir vonandi að enn fleiri geti tekið þátt! Hér er slóðin til að vera með: https://us02web.zoom.us/j/85437532064 Hádegisfundur SATA í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE, verður haldinn á Hótel KEA, fimmtudaginn 11. nóvember frá kl: 11:45 - 13:00. Hvaða tækifæri felast í aukinni raforku í Eyjafirði? Hverju breytir Hólasandslína 3 fyrir atvinnurekstur og samfélagið við Eyjafjörð? Erindi: Þróun afhendingargetu raforku á Norður- og Austurlandi. Gnýr Guðmundsson, yfirmaður greininga og áætlana í raforkukerfinu hjá Landsneti verður með framsögu. Orkuframboð á Norðurlandi. Úlfar Linnet, forstöðumaður viðskiptaþjónustu hjá Landsvirkjun. Tækifæri í nýjum orkuháðum atvinnugreinum. Sigurður Markússon, forstöðumaður nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Fundarstjóri er Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE. Skráning á skraning@ssne.is Allir velkomnir!

Aðalfundur, framtíð og tilgangur SATA og hlutverk og starfssemi SSNE

ádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 4. júní nk. kl: 12:00 til 13:30 í innri sal á neðri hæð Greifans á Glerárgötu. Húsið opnar kl 11:45 og fundur hefst stundvíslega kl. 12:00 Fundurinn hefst á aðalfundarstörfum SATA og opnum umræðum um hlutverk og tilgang samtakanna. Að því loknu tekur Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE við og mun kynna hlutverk og starfssemi landshlutasamtakanna SSNE. Hvetjum alla til að koma og taka þátt í umræðum um SATA og að hlusta á áhugaverða kynningu framkvæmdsastjóra SSNE. Athugið að hægt verður að bjóða fram krafta sína í stjórn SATA á fundinum Súpa og pítsa á kr. 2000 á meðan á fundinum stendur (kaffi innifalið).

Ályktun stjórnar SATA - Akureyrarflugvöllur

Stjórn Samtaka atvinnurekenda á Akureyri telur með öllu óásættanlegt að ekkert fjármagn sé ætlað í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar í drögum að samgönguáætlun til næstu fimm ára. Lesa meira

Málþingið Flug til framtíðar - Hvað svo?

Málþingið Flug til framtíðar - Hvað svo? Fjallað verður um helstu niðurstöður málþings um millilandaflug frá þriðjudeginum 15. okt. Hádegisfundur Samtaka atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 17. október nk. kl: 12:00 til 13:00 í innri sal á neðri hæð Greifans á Glerárgötu. Húsið opnar kl 11:45 og fundur hefst stundvíslega kl. 12:00 Á fundin koma þau Hjalti Þórarinsson og Aðaheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Norðurlands og fara yfir það helsta sem fram kom á málþinginu. Bæði frá erindum dagsins sem og helstu niðurstöðum sem komu úr vinnustofu og umræðum fundarins. Við hvetjum alla félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund. Súpa og pítsa á kr. 2000 á meðan á fundinum stendur (kaffi innifalið).

Aðalfundur SATA og Lífskjarasamningurinn - fimmtud. 16.maí

Hádegisfundur Samtaka Atvinnurekenda á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 16. maí nk. kl. 12:00-13:00 í innri sal á neðri hæð Greifans. Húsið opnar kl. 11:45 og fundur hefst stundvíslega kl. 12:00. Fundurinn hefst á hefðbundnum aðalfundarstörfum félagsins. Að þeim loknum munu gestir fundarins þau Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Einingar Iðju og Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri Norðlenska fjalla um nýgerðan lífskjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Við hvetjum alla félaga samtakanna til að mæta á þennan áhugaverða fund. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Súpa og pítsa á 2.000 kr á meðan á fundinum stendur (kaffi innifalið).

Svæði