Um samtökin

  Samtök atvinnurekenda á Akureyri.  Undirbúningshópur Samtaka Atvinnurekenda á Akureyri bođađi til fundar á Akureyri, međ auglýsingu ţann 21.apríl 2010,

Um samtökin

 

Samtök atvinnurekenda á Akureyri. 

Undirbúningshópur Samtaka Atvinnurekenda á Akureyri boðaði til fundar á Akureyri, með auglýsingu þann 21.apríl 2010, á Greifanum 28. apríl 2010, með það að markmiði að stofna samtök þessara aðila.
Í undirbúningshópnum voru: Hjörtur Narfason, Þórarinn Kristjánsson, Eiður Gunnlaugsson, Helgi Jóhannesson og Baldvin Valdemarsson.  Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, þau Stefanía Steinarsdóttir og Magnús Ásgeirsson voru undirbúningshópnum til aðstoðar.

Eftirfarandi tillaga um stofnun samtakanna var borin upp og samþykkt samhljóða:

„Fundur boðaður með fulltrúum rekstraraðila á Akureyri, haldinn á Greifanum 28. apríl 2010, samþykkir að stofna Samtök atvinnurekenda á Akureyri, til að gæta hagsmuna félaganna og vera vettvangur fyrir umræður, tengslanet og nýsköpun á svæðinu.

Samtökin vilja standa að verkefnum sem miða að eflingu og samvinnu fyrirtækja á Akureyri og að vera málsvari hagsmunaaðila varðandi skipulagsmál, umhverfismál og aðra málaflokka og þjónustu sem snýr  t.d. að Akureyrarbæ eða öðrum opinberum aðilum.  Að beita sér fyrir umræðum, fræðslu og aðgerðum um atvinnumál á Akureyri og fyrir jákvæðri umfjöllun um atvinnulíf á svæðinu auka annarra jákvæðra frétta.“


Samþykktir samtakanna má finna hér

Svćđi